Brauð & Co
Brauð & Co
Súrdeigs bakarí
Braud & Co.jpg
 


HÉR ER BAKARI SEM GERIR BRAUÐ
OG ÞÚ BORÐAR ÞAÐ, MEÐ SMJÖRI!


 

 

BRAUÐ & CO

Brauð og co er súrdeigsbakarí sem leggur áherslu á hágæða hráefni og íslenskt sé þess kostur.

Fegurðin felst í heiðarleikanum; allt fer fram fyrir opnum dyrum og gestir og gangandi geta fylgst með ferlinu, spurt bakarana sjálfa út í það sem fram fer og forvitnast um hráefni og uppruna þeirra. 

Þó að innihaldið sé blanda af fjölmörgum tegundum korna; framandi og þekktum er einfaldleikinn allsráðandi. 

 

 
 
Braud & Co_1.jpg
 

Á undanförnum árum hefur gústi starfað hjá helstu súrdeigs-bakaríum Kaupmannahafnar en þar er lögð rík áhersla á gæði hráefna og einfalda en fallega framsetningu. það hefur hann tileinkað sér í starfi.

Þó að Gústi kjósi að flækja hlutina ekki um of er hann sannarlega fær um fínhreyfingarnar enda fullnuma Konditori meistari. 

Hann kærir sig þó lítið um krúttlegar köku-skreytingar en leggur þeim mun meiri áherslu á gæði, innihald og bragð. Það má því segja að hann sameini nákvæmni konditorsins og grófan stíl víkingsins og útkoman sé svo þessi hláturmildi og vinalegi bakari.

ÁGÚST EINÞÓRSSON

BAKARI

 
Braud & Co_24.jpg
 
 


BAKARÍIÐ Á FRAKKASTÍG

Bakaríið á Frakkastíg 16 var opnað í apríl 2016 eftir miklar framkvæmdir og undirbúning.

Húsið hefur mikla sögu og var hin viðfræga tónlistarverslun RÍN lengi til þarna. Húsið stóð autt í mörg ár og notað sem gallerí í smá tíma. 

Á efri hæð hússins er gullfallegt jóga rými þar sem kennt er jóga og hugleiðsla.

 
Braud & Co_5.jpg
 

OPNUNARTÍMAR

 

VIRKIR DAGAR / WEEKDAYS : 

SNEMMA / EARLY - 18:00

HELGAR / WEEKENDS : 

SNEMMA / EARLY - 17:00

 

FRAKKASTÍGUR 16, 101 Reykjavík 

 
 
 
 

 

Brauð & Co.jpg