BAKARINN

Á undanförnum árum hefur gústi starfað hjá helstu súrdeigs-bakaríum Kaupmannahafnar en þar er lögð rík áhersla á gæði hráefna og einfalda en fallega framsetningu. það hefur hann tileinkað sér í starfi. þó að Gústi kjósi að flækja hlutina ekki um of er hann sannarlega fær um fínhreyfingarnar enda fullnuma Konditori meistari. 

Hann kærir sig þó lítið um krúttlegar köku-skreytingar en leggur þeim mun meiri áherslu á gæði, innihald og bragð. 
Það má því segja að hann sameini nákvæmni konditorsins og grófan stíl víkingsins og útkoman sé svo þessi hláturmildi og vinalegi bakari.